GJÖR2BP05 - Gjörningalist

Stutt lýsing á efni áfangans:

Gjörningar eru á mörkum myndlistar og sviðslista. Við munum skoða hvernig þessar listgreinar renna saman og skarast. Í áfanganum er verkefnavinna, hugmyndir, gjörningar og lokaverk.

Í áfanganum verður litið yfir sögu gjörningalistar, verk ýmissa listamanna skoðuð og rædd og farið yfir hugmyndir og aðferðafræði. Gerð verður undirbúningsvinna, æfingar og nemendur vinna með sínar hugmyndir og skoðað hvernig hægt er að skrásetja gjörninga.

Nemendur vinna hugmyndabók/skissubók. Þeir vinna í litlum hópum og hver fyrir sig. Lokaverkefni er í lok áfangans.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Gjörningar myndlist, sviðslistir, aðferðafræði, samþætting, uppákomur, samfélag.

Námsmat:

Leiðsagnarmat og símat. Verkefni nemenda metin til umsagnar og lokaeinkunnar.