Staða áfanga:
Heimur óperunnar er samþættur áfangi úr sögu og heimspeki og getur gilt sem annað hvort.
Stutt lýsing á efni áfangans
Markmið áfangans er að opna heim óperunnar og kynnast baksviðinu, fara í Íslensku óperuna og á óperubíó, beina útsendingu frá Metropolitan óperunni í New York eða Royal Opera House í London, auk þess að skoða sögulegan efnivið þeirra nánar og pæla í hinum djúpstæðu vandamálum mannlegrar tilveru sem liggja óperum til grundvallar.
Nemendur vinna hlustunarverkefni heima með ýmsum æfingum og segja hver öðrum frá. Hlustað verður saman á tvær til þrjár óperur sem farið verður að sjá í Íslensku óperunni og á óperubíó, unnin verkefni úr texta þeirra, út frá sögulegu baksviði og grundvallar spurningum. Pælt verður í spurningum um tónlist og hugmyndasagan verður í bakgrunni.
Nemendur vinna frjálst verkefni í lokahluta.
Námsmat:
Mæting, þátttaka, verkefni.