HEIM3BK05 - Heimspeki og kvikmyndir

Stutt lýsing á áfanganum:

Kvikmyndir segja sögur. En þær eru líka miðill fyrir merkingu og pælingar að hrærast í. Þær geta látið okkur skiljast að oft höfum við ekki forsendur fyrir þeim hugmyndum sem við göngum út frá í daglegu lífi og eins geta þær hjálpað okkur að útfæra og skoða heimspekilega möguleika. Þegar við spyrjum djúpra spurning um forsendur heims og tilveru erum við á sviði heimspekinnar og kvikmyndir eru öflugar í að vekja slíkar hugsanir.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Efahyggja, afstæðishyggja, eðli raunveruleikans, sjálfsvitundin og hvað gerir einstakling, gervigreind, löghyggja, frelsi viljans, siðferðileg ábyrgð, hið góða líf

Námsmat: Mæting, þátttaka, verkefni.

Textar:

Lesnir frumtextar eftir Platon, Aristóteles, Berkeley, Locke, Hume, Descartes, Mill, Turing, Kuhn og Camus

Kvikmyndalisti:

Pælt verður út frá Vanilla Sky (eða Abre los Ojos), Hilary and Jackie, Crimes and Misdemeanors, Minority Report,  Matrix, Memento og I, Robot. Að sjálfsögðu mun aðrar myndir bera á góma í umræðunni.