HÚSS2AG05 - Hússtjórn 1 - Matreiðsla og næring

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Næringarfræði:

Megináhersla er lögð á næringarefnin, -gildi, -þörf, -hlutverk og -skort. Niðurstöður nýrra rannsókna eru kynntar, fjallað er um manneldismál þjóðarinnar, stuðst er við ýmsar greinar og næringarfræði bækur. Fræðsla um hráefni er fléttað inn í verklegar kennslustundir .

Markmið: Að nemendur hafi þekkingu og færni til að setja saman máltíðir samkvæmt manneldismarkmiðum og geti þannig tengt fræðilegan hluta næringarfræðinnar raunverulegum verkefnum.

Verkleg þjálfun:

Matreiddir eru fjölbreyttir réttir með ólíkum matreiðsluaðferðum. Verklegt skipulag, áhaldafræði, hreinlæti og almenna borðsiði. Kenndar eru tvær samfelldar kennslustundir fyrir hádegi með rými til að nota hádegishlé til að klára frágang. Einnig mæta nemendur í stakan tíma á móti í stundatöflu fyrir ýmis verkefni. Nemendur greiða efniskostnað.

Markmið: Að nemendur öðlist sjálfstæði í matseld og bakstri, geti unnið með almennar uppskriftir og breytt eftir eigin sköpunarþörf. Að nemendur geti framreitt og skipulagt máltíð við ýmis tækifæri án aðstoðar.

Námsmat:

Námsmat byggir verkefnum, prófi í næringarfræði og mati í verklegum þætti.