ÍSLE2AA05 - Íslenska - lestur og ritun

Stutt lýsing á áfanganum:

Ýmis grunnatriði kennd og þjálfuð í sambandi við bókmenntalestur, tungumálið, stafsetningu, ritun og munnlega tjáningu. Nemendur þjálfaðir í umræðum um bókmenntir og aðra texta. Lesin að minnsta kosti ein skáldsaga.

Nokkur lykilatriði áfangans:

Bókmenntagreining, lesskilningur, ritun, stafsetning

Námsmat:

Ritgerð, verkefni og lokapróf.