ÍSLE2AB10 - Lestur, ritun, goðafræði, málsaga og ritgerðarsmíð

Staða áfanga:

Hraðferð þar sem farið er yfir efni fyrstu tveggja kjarnaáfanga í íslensku, ÍSLE2AA05 og ÍSLE2BB05. 

Stutt lýsing á áfanganum:

Ýmis grunnatriði kennd og þjálfuð í sambandi við bókmenntalestur, tungumálið,
stafsetningu, ritun og munnlega tjáningu. Nemendur þjálfaðir í umræðum um bókmenntir
og aðra texta. Auk þess er fengist við mál og málnotkun frá ýmsum hliðum og íslenskan
menningararf. Norrænar goðsagnir eru lesnar sem og nútímabókmenntir, bundið mál og
laust mál. Nemendur eru þjálfaðir í ritgerðarsmíð og bókmenntagreiningu. Stefnt er að því
að auka orðaforða. Lesnar eru að minnsta kosti tvær skáldsögur.

Nokkur lykilatriði áfangans:

Bókmenntagreining, lesskilningur, ritun, stafsetning, íslenskur
menningararfur, goðafræði, málsaga, ritgerðarsmíð.

Námsmat:

Ritgerðir, verkefni og lokapróf.