ÍSLE2BB05 - Íslenska 2. Goðafræði, málsaga og ritgerðasmíð
Stutt lýsing á áfanganum:
Viðfangsefni áfangans er umfjöllun um mál og málnotkun frá ýmsum hliðum og íslenskur menningararfur. Norrænar goðsagnir eru lesnar sem og nútímabókmenntir, bundið mál og laust mál. Nemendur eru þjálfaðir í ritgerðarsmíð og bókmenntagreiningu. Stefnt er að því að auka orðaforða og þjálfa talað og ritað mál. Lesin er ein skáldsaga.
Nokkur lykilatriði áfangans:
Bókmenntagreining, lesskilningur, íslenskur menningararfur, goðafræði, málsaga, ritgerðarsmíð.
Námsmat:
Ritgerð, verkefni og lokapróf.