ÍSLE2BT05 - Munnleg tjáning
Staða áfangans: Áfanginn er valáfangi í íslensku.
Stutt lýsing á áfanganum: Nemendur taka virkan þátt í hópefli og spuna. Þeir fá þjálfun í raddbeitingu og skýrmæli. Þeir flytja margvíslegra texta, lesa upp, segja frá, flytja ljóð, halda ræður og kynningar. Nemendur læra líka að hlusta af athygli.
Námsmat: Áfanginn er próflaus og byggist lokaeinkunn á ástundun, frammistöðu og framförum. Áfanganum verður ekki lokið nema með fullum verkefnaskilum.
Í áfanganum gilda sérstakar mætingarreglur. Til að standast hann mega fjarvistarstig ekki verða fleiri en 12, þ.e. nemendur mega einungis vera fjarverandi í sex skipti þar með talin veikindi. Fari nemandi yfir þessi fjarvistarmörk telst hann hættur í áfanganum þar sem forsendur fyrir námsmati eru brostnar.