ÍSLE3CÁ05 - Trúir þú á álfasögur?

Lýsing á efni áfangans:

Álfasögur eru settar í flokk goðfræðisagna í þjóðsögum Jóns Árnasonar en í þeim flokki má einnig finna sögur af hafmeyjum, marbendlum, nykrum, skrímslum og öðrum vatnabúum. Í Snorra-Eddu er getið um Álfheim sem er staðsettur á himni eða í nágrenni við goðheim. Í áfanganum verða lesnar sögur af hulduverum sem búa í næsta nágrenni við okkur en eru okkar samt ósýnilegar. Þessar textategundir eru sagnir af ýmsum toga, svo sem ævintýri, þjóðsögur og flökkusagnir. Leitað verður svara við eftirfarandi spurningum: Eru álfar og huldufólk til og hvar býr það? Trúir fólk á 21. öldinni á álfa? Ef svo er, hvernig kemur það fram? Hver er uppruni álfatrúar og hvaða hlutverki hefur hún gegnt í gegnum tíðina? Eru álfar ímynd hins sanna Íslendings og náttúruverndarsinna? Farið verður í vettvangsferðir í álfa- og huldufólksbyggðir og á staði þar sem bannhelgi hvílir. Þá skoðum við birtingamyndir álfa og annarra vætta í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Námsmat:

Námsmat verður með ýmsu sniði en í lok áfangans skila nemendur verkefnamöppu og lestrardagbók.