ÍSLE3CF05 - Áfram stelpur. Femínískur íslenskuáfangi
Lýsing á efni áfangans:
Íslenskuáfangi þar sem talmál og textar eru greind frá femínísku sjónarhorni. Hvernig getum við borið kennsl á kynjamisrétti í orðum? Hvernig endurspeglast kvenfyrirlitning og kvenhatur í tungumálinu? Af hverju er það niðrandi að vera líkt við konu? Hvernig kemur uppreisn kvenna gegn ríkjandi kvenfyrirlitningu fram í máli þeirra og bókmenntum? Hvernig er talað og skrifað um konur? En um karla? Áfanginn er byggður á verkefnavinnu nemenda undir stjórn kennara. Ekkert lokapróf er í áfanganum.
Námsmat:
Námsmat byggir á verkefnavinnu og ástundun alla önnina, þar með talið virkri þátttöku í umræðum, og viðamiklu lokaverkefni.