ÍSLE3CG05 - Galdrar og galdrabókmenntir
Stutt lýsingr á efni áfanga:
Galdur og galdraathafnir eru á vissan hátt þekkingar- og sjálfsbjargarviðleitni til að hafa áhrif á umhverfið sitt og aðstæður. Galdur er tímalaust fyrirbæri og má með sanni segja að hann sé til og hafi alltaf verið til. Á meðan þekkingarleit og sköpunarþrá mannins er til staðar þá eru galdrar til. Hugtakið galdur hefur verið nátengt trúarbrögðum og vísindum en einnig ritlist og skáldskap. Fjallað verður um galdur í menningarsögu Vesturlanda allt frá fornum tíma fram á okkar daga. Fjallað um galdur í frumstæðum trúarbrögðum og rakið hvernig hliðstæðar hugmyndir hafa lifað í vestrænni menningu fram á okkar tíma. Rakin verða galdramál á Íslandi og erlendis, nornaveiðar og galdrabrennur.