ÍSLE3CK05 - Íslenskar kvikmyndir

Stutt lýsing á áfanganum:

Í áfanganum eru íslenskar kvikmyndir af ýmsu tagi til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á myndir síðastliðinna tveggja til þriggja áratuga. Ólíkar gerðir kvikmynda verða til umfjöllunar, sem dæmi má nefna heimildamyndir, gamanmyndir, spennumyndir og dramatískar myndir. Reynt verður að svara spurningum eins og: Hvað gerir góða kvikmynd góða? Til hverra höfðar kvikmynd og hvers vegna? Myndlæsi nemenda verður þjálfað með markvissum hætti og þeir hvattir til að beita gagnrýnni hugsun.

Nokkur lykilatriði áfangans:

Íslenskar kvikmyndir, gagnrýnin hugsun, myndlæsi

Námsmat:

Símat í formi munnlegra og skriflegra verkefna af ýmsu tagi