ÍSLE3CL05 - Leikhús og leikhúsbókmenntir
Stutt lýsing á áfanga: Viðfangsefni áfangans er leikhús og leikbókmenntir. Markmiðið er að fylgjast með leikhúslífinu í borginni til þess að auka skilning á leikbókmenntum og leiklist. Farið verður á ólíkar leiksýningar í sem flestum leikhúsum. Einnig verður fylgst með æfingum á leikriti/leikritum á mismunandi stigum og síðan leiksýningunni fullbúinni. Gert er ráð fyrir umræðum eftir leiksýningar með leikhúsfólkinu og heimsóknum í tíma frá leikhúsfólki. Einnig er önnur starfsemi leikhúsa könnuð, til dæmis búningadeild, tæknideild og svo framvegis.
Námsmat: Fjölbreytt verkefni eru unnin í áfanganum, skrifleg og munnleg og byggir námsmat á þeim.