ÍSLE3CM05 - Málvísindi

Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum verður farið yfir helstu undirgreinar málfræði og íslenskt mál rannsakað frá öllum hliðum. Áfanginn verður tvískiptur. Í fyrri hlutanum verður íslenska rannsökuð út frá formlegum einkennum eins og hljóðfræði, beygingarfræði og setningarfræði. Í seinni hlutanum verður sjónum beint að félagslegu hlutverki tungumálsins. Lögð er áhersla á að nemendur beiti gagnrýnni hugsun í vinnu sinni og tileinki sér fagleg vinnubrögð sem tíðkast í málfræði.

Námsmat:

Gert er ráð fyrir mikilli virkni nemenda í kennslustundum og byggist námsmat á henni og verkefnavinnu af ýmsu tagi.