ÍSLE3CN05 - Þrjú verk Halldórs Laxness
Stutt lýsing á áfanganum: Í áfanganum gefst tækifæri til að kynna sér nánar verk Nóbelskáldsins Halldórs Kiljans Laxness. Þrjú mikilvæg bókmenntaverk Halldórs Laxness eru brotin til mergjar. Lögð er áhersla á nákvæman lestur, textagreiningu, innlifun og skapandi verkefnavinnu. Unnin eru margs konar verkefni í tengslum við lesturinn, bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni, munnleg jafnt sem skrifleg.
Námsmat: Ekkert lokapróf er í áfanganum, krafist er mætingar, virkrar þátttöku og verkefnaskila. Verkefni eru munnleg jafnt sem skrifleg.