ÍSLE3CU05 - Barna- og ungmennabókmenntir

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi í íslensku á 3. hæfniþrepi.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er þessi bókmenntagrein skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er yfir upphaf og sögu barna- og ungmennabóka, allt frá þjóðsögum og ævintýrum til fantasía nútímans. Nemendur kynnast ýmsum flokkum barna- og ungmennabóka og velta fyrir sér ólíku efni þeirra, eðli og tilgangi. Aðrar tegundir barnamenningar verða til umfjöllunar og lögð verður áhersla á að nemendur kynnist barnamenningu í víðum skilningi. Lesnar eru valdar sögur og einnig hafa nemendur nokkurt val um lesturinn. Lögð er áhersla á virkni nemenda og fjölbreytta verkefnavinnu.

Námsmat:

Lögð er áhersla á virkni nemenda og fjölbreytta verkefnavinnu.