ÍSLE3CV05 - Rómantík og hryllingur í bókmenntum

Stutt lýsing á áfanganum:

Í áfanganum er lesnir textar frá 19. og 20. öld og fræðst um gotnesku skáldsöguna sem fjallar oftar en ekki um hið óræða og myrka í mannssálinni. Lesin verða skáldverk og brot úr skáldverkum eftir helstu hryllingshöfunda, erlenda sem íslenska. Skoðað er hvernig hryllingur og ástríða birtist í dægurmenningu 21. aldar.

Meðal höfunda sem litið er til í áfanganum eru: Edgar Allan Poe, Bram Stoker, Jónas Hallgrímsson, Mary Shelley, Oscar Wilde, Anna Rice, Stephen King, Svava Jakobsdóttir, Steinar Bragi og Yrsa. Kvikmyndir Tim Burton verða til umræðu og textar hljómsveita á borð við The Cure og tónlistarmannsins Nick Cave.

Nokkur lykilatriði áfangans:

Gotneska skáldsagan og birtingarmyndir hennar.

Námsmat:

Símat í formi munnlegra og skriflegra verkefna af ýmsu tagi.