ÍSLE3CZ05 - Húslestur og hannyrðir
Staða áfanga: Áfanginn er valáfangi í íslensku.
Stutt lýsing á áfanganum:
Í áfanganum lesa nemendur íslensk bókmenntaverk sem tengjast kvennamenningu og
hannyrðum. Nemendur vinna handavinnu (prjón eða hekl) meðfram lestri og setja sér
markmið þar að lútandi. Þau öðlast vitneskju um handverk í sögu lands og þjóðar og hvernig
handverkið hefur þróast frá því að vera heimilisiðnaður yfir í að vera kostnaðarsamt
áhugamál. Ennfremur verða hugtökin sjálfbærni og vistrýni undirliggjandi. Nemendur verða
kynntir fyrir hinni glötuðu menningu baðstofunnar með húslestrum og handavinnu.
Námsmat:
Í áfanganum verður lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur skila verkefnum bæði
einstaklings og unnin í hópum, tengd handverki og bókmenntum. Munnlegar kynningar og
ritgerðir. Ekkert lokapróf.