ÍSLE3DD05 - Íslenska 4. Bókmenntir og bókmenntasaga, einkum 1550-1900

Stutt lýsing á áfanganum

Viðfangsefni áfangans er íslensk bókmenntasaga frá siðbreytingu til 20. aldar. Markmiðið er að kynnast máli og menningu þessa tímabils með lestri valinna verka. Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness er lesin í heild sinni. Einnig er farið í leikhús og leitast við að sjá leiksýningu sem tengist tímabilinu.

Nokkur lykilatriði:

Straumar og stefnur í menningar- og bókmenntasögu tímabilsins, bókmenntagreining, Sjálfstætt fólk, ritgerðarsmíð

Námsmat:

Ritgerð, verkefni og lokapróf.