ÍSLE3EE05 - Íslenska 5. Bókmenntir og bókmenntasaga eftir 1900
Stutt lýsing á áfanganum:
Viðfangsefni áfangans eru íslenskar bókmenntir frá 1900 til okkar dags. Lesin eru ljóð, sögur og ýmsir textar frá tímabilinu og sett í bókmenntasögulegt samhengi. Ein nýleg skáldsaga er lesin og unnið er með hana með markvissum hætti. Skrifuð er ritgerð um nýja ljóðabók. Áhersla er á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Einnig er farið í leikhús og leitast við að sjá leiksýningu sem tengist tímabilinu.
Nokkur lykilatriði áfangans:
Nýrómantík, félagslegt raunsæi, módernismi, nýraunsæi, póstmódernismi, textagreining, bókmenntir og samfélag, sjálfstæð vinnubrögð, ritgerðarsmíð
Námsmat:
Ritgerð, verkefni, próf