JAPA1BB05 - Japanska 2

Stutt lýsing á áfanga:

Framhaldsáfangi í japönsku. Áhersla áfangans er áfram á að læra að tala og hlusta, hinsvegar er
mikilvægt að læra að lesa og skrifa. Í þessum áfanga er nemendum kennt eitt af skrif-kerfunum
þremur sem heitir katakana. Þá er gert ráð fyrir að í lok áfangans ættu þeir nemendur, sem hafa
samviskulega unnið heimavinnuna sína, að geta beitt fyrir sér einföldum setningum í daglegu máli.
Sem dæmi má nefna að: lýsa útliti fólks, vera kurteis þegar beðið er um greiða, mynda lengri
setningar og lýsa eigin skoðunum á því sem um er verið að ræða. 

Námsmat:
Heimavinna 15%
Tímapróf 15%
Miðannar próf 25%
Munnlegt verkefni 15%
Lokapróf 30%