Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi á öllum brautum.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn fjallar um sólkerfið okkar og þá himinhnetti sem það mynda. Gerð er grein fyrir gerð og sérkennum himinhnattanna, innbyrðis afstöðu þeirra og orsökum sérkenna. Fjallað er um leitina að reikistjörnum í öðrum sólkerfum og leitina að lífi utan jarðar. Auk þess er fjallað um rannsóknaraðferðir á jörðu niðri og utan lofthjúpsins, geimstöðvar og helstu geimferðir.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Sólin: myndun frumefna, innviðir, geislun, sólvindurinn og geimveður, segulsvið, geimför og könnun.
Innri og ytri reikistjörnur og tungl: braut og snúningur, lofthjúpur, skýjalög og vindar, landslag, yfirborðsmyndanir, innviðir og innræn virkni, segulsvið, geimför og könnun.
Dverg-reikistjörnur og útstirni: flokkun, staðsetning, eðliseinkenni, geimför og könnun.
Smástirni og halastjörnur: stærðir, flokkun og uppruni smástirna, loftsteinar og loftsteinagígar, flokkun og uppbygging halastjarna, geimför og könnun.
Geimferðir og rannsóknir: rannsóknir á jörðu niðri, geimsjónaukar, tímamótageimferðir, leit að lífi utan jarðar, leit að reikistjörnum í öðrum sólkerfum.
Námsmat:
Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggir á áfangaprófum, verkefnum og ástundun.