KÍNV1AA05 - Kínverska 1

Stutt lýsing á áfanga:

Byrjendaáfangi í kínversku. Nemendur munu læra mandarín – kínversku en eins verður fjallað um kínverska menningu enda tunga og menning óaðskiljanleg. Í tungumálakennslunni er megin áhersla á tal og skilning. Til að byrja með verður nemendum kynnt pinyin-kerfið sem notað er til að færa framburð á rittáknum yfir í latneska stafrófið. Eftir það munu nemendur einnig læra kínversk rittákn. Í lok annar eiga nemendur að geta bjargað sér með einföldum setningum í daglegu máli.

Námsmat:

Byggir á frammistöðu á lokaprófi, miðannarprófi og vinnu yfir önnina.

Einingar: 5