KÍNV1BB05 - Kínverska 2

Stutt lýsing á áfanga:
 
Þetta er annar áfangi í mandarín-kínversku fyrir byrjendur. Áfanginn KÍNV1BB05 er áframhald af áfanganum KÍNV1AA05 og er með svipuðu sniði, þ.e. áfram er haldið að læra mandarín-kínversku og fræðast um kínverska menningu. Í KÍNV1BB05 verður farið yfir eftirfarandi efni: Atvinna, tími, daglegt amstur, ferðamáti, litir, fatnaður og líkamshlutar. Fjallað verður um kínverska menningu eins og hefðbundnar hátíðir, hefðbundinn fatnað, kínverskar kvikmyndir o.s.frv. Við munum einnig æfa kínverska skrautskrift í bekknum.
 
Námsmat:
 
Byggt á einkunn á lokaprófi og heimavinnu á misseri.