Stutt lýsing á áfanganum:
Áhersla er lögð á íslensk kórverk.
Þrjár lokaeinkunnir eru gefnar fyrir áfangann:
90-94% raunmæting á kóræfingar, lokaeinkunn: 8
95-99% raunmæting á kóræfingar, lokaeinkunn: 9
100% raunmæting á kóræfingar, lokaeinkunn: 10
Þátttaka á vissum viðburðum bætir lokaeinkunn.
Raddstjórar skrá niður mætingu hvers nemanda og skila þeirri skráningu til kórstjóra, sem skráir hana
niður í kerfi skólans. Mælst er til þess að nemandi sé viðstaddur alla kóræfinguna. Fari svo að nemandi
þurfi að hverfa frá fyrr ber honum að láta raddstjóra sinnar raddar vita. Stjórn kórsins ræðir mætingu
kórmeðlima á stjórnarfundum.
Lokaeinkunn undir 8 í lok áfanga jafngildir falli. Sjái nemandi sér ekki
fært um að mæta á 90% kóræfinga skal hann í upphafi annar láta kórstjóra vita. Ef raunmæting
nemanda er komin niður fyrir 90% þegar komið er að tónleikum eða tónleikaferð er kórstjóra heimilt
að meina honum þátttöku. Ef nemandi sýnir af sér ósæmilega hegðun sem kemur í veg fyrir vinnufrið
áfangans er kórstjóra, í samráði við raddstjóra og áfangastjóra, heimilt að meina nemanda
áframhaldandi þátttöku í áfanganum. Nemandi hefur þá þegar fengið skriflega áminningu um
ósæmilega hegðun. Notkun snjallsíma er ekki leyfð á kóræfingum.
Kennslustundafjöldi:
Tvær tvöfaldar kennslustundir á viku, á þriðjudögum 16:15 – 18:15 og á föstudögum 14:15 – 16:15.
Skilyrði:
Raddprufur í upphafi áfanga hafi nemandi ekki áður hlotið inngöngu. Einungis nemendur
sem eru skráðir í áfangann eru meðlimir í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Nýstúdentum er ekki
heimilt að sækja áfram kórstarfið að lokinni brautskráningu.