KYNH2AB05 - Kynfræðsla, kynheilbrigði og samfélagið

Staða áfanga:

Áfangi getur staðið sem sálfræðiáfangi í kjörgrein á opinni braut.

Stutt lýsing á efni áfangans: 

Áfanginn fjallar um kynheilbrigði í víðum skilningi. Sérstök áhersla er sett á kynheilbrigði unglinga en nemendur læra um kynferðisþroska frá fæðingu og út lífið. Til umfjöllunar í áfanganum er meðal annars kynferðisþroski, frjósemisheilbrigði, kynfærin, smitsjúkdómar og varnir gegn þeim, sjálfsmynd og líkamsímynd, ofbeldismenning, mismunandi kynhegðun, mörk og samþykki, ábyrgð og klám. Í tengslum við öll þessi atriði og fleiri verða ræddir samfélagslegir þættir sem hafa áhrif á okkur sem kynverur, hinsegin veruleiki og kynjakerfið. Í áfanganum gefst nemendum tækifæri á að vinna fjölbreytt verkefni innan kennslustunda og utan og eiga samtal við samnemendur á jafningjagrundvelli.

Nokkur lykilhugtök áfangans

Kynheilbrigði, frjósemi, kynsjúkdómar, sjálfsmynd, líkamsímynd, kynferðisleg ánægja, kynverund, samskipti, samþykki, mörk, kynjakerfið, kynlífshandritið, klám/klámvæðing, væntingar.

Námsmat

Dagbók, að föndra kynfæri, skilgreining á hugtaki og lokaverkefni. Mikil áhersla er lögð á góða mætingu.

Námsefni

Kennari gefur aðgang að námsefni áfangans.