LEIK2AB05 - Leiklist 1. Grunnáfangi í sviðslistum

Áfangin hét áður LEIK1AB05

Stutt lýsing á efni áfangans:

Viðfangsefni áfangans eru grunnatriði í leiklistarvinnu og kynning á Konstantín Stanislavski og aðferðum hans. Unnið er með hópefli og traust, farið er í grunnatriði í líkamsvitund í leikrými og unnið markvisst með samvinnu og aðferðir við samsköpun sviðsverka. Farið er í raddbeitingu og framsögn og unnið með grunn- atriði í persónusköpun. Í lok áfangans semja nemendur stutt sviðsverk í hópvinnu út frá goðsögn eða þjóðsögu.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Spuni, líkamsvitund, rýmisvitund, samvinna, virk hlustun, fókus, snerpa, hópsköpun, raddmótun, framsögn og hljóðmótun, hæðaplön, sviðsvitund, hugmyndavinna.

Námsmat:

Frammistöðumat, verkefni, sýning