LEIK2BS05 - Leikhússport 1

Nýtt nafn - áfanginn hét áður LEIK2AL05

Áfanginn er spunaáfangi á fyrsta þrepi þar sem unnið er með aðferðir Leikhússports og tekur mið af Leiktu betur Leikhússportkeppni framhaldsskólanna.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Viðfangsefni áfangans er spuni og ýmsar aðferðir í spunavinnu. Unnið er með aðferðir leikhússports sem er óundirbúinn spuni út frá ýmsum forsendum sem þátttakendur fá rétt áður en þeir spinna. Áfanginn er þjálfun í þessum aðferðum og miðar vinna áfangans að þátttöku í Sleiktu hnetur, leikhússportkeppni MH. Nemendur þjálfast í snerpu og sjálfsprottinni tjáningu auk líkamsbeitingu, raddbeitingu og framsögn.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Hópvitund, spuni, líkamsvitund, rýmisvitund, samvinna, virk hlustun, fókus, snerpa, hópsköpun, hæðaplön, sviðsvitund,

Námsmat:

Frammistöðumat, sýning