LEIK2BD05 - Barna- og unglingaleikhús

Stutt lýsing á efni áfangans: 

Viðfangsefni áfangans er barna- og unglingaleikhús og ferlið frá hugmynd til sýningar. Unnið er stutt sviðsverk fyrir börn eða unglinga og það sýnt á frístundaheimilum eða skólum. Áfanginn miðar að því að nemendur setji upp sviðsverk og fái reynslu af að sýna leikrit við ólíkar aðstæður.

Nokkur lykilhugtök áfangans: 

Barnaleikhús, unglingaleikhús, sviðsverk, leikritun, persónusköpun, leiksýning, raddbeiting, framsögn, sviðsframkoma, samvinna, hlustun.

Námsmat: 

Frammistöðumat, verkefni, sýning.