LEIK2BF05 - Leiklist 2. Senuvinna

Stutt lýsing á efni áfangans:

Viðfangsefni áfangans er senur senur úr leikverkum. Í ferlinu er lögð áhersla á vinnu leikarans og persónusköpun. Unnið er með textagreiningu og grunnnálgun á leikverki sem grundvöll fyrir þróun leikverks í átt til sýningar.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Textagreining, virk greining, líkamsvitund, rýmisvitund, samvinna, virk hlustun, fókus, snerpa, tilfinningalegt minni, „töfra ef-ið“ (the magic if), raddmótun, framsögn og hljóðmótun.

Námsmat:

Frammistöðumat, verkefni, sýning.