LEIK2BT05 - Lesið, skrifað og leikið

Stutt lýsing á efni áfangans:

Íslensk leiklist á 21. öld. Markmið áfangans er að kynna ung íslensk leikskáld, lesa verk þeirra vandlega og greina. Það að greina og túlka leikverk er hægt að líta á sem ákveðna leit að sjálfsþekkingu, þ.e. hvernig við skiljum okkur sjálf og heiminn sem við lifum og hrærumst í. Til að komast enn betur að kjarna verkanna verða þau leiklesin og senur úr þeim æfðar í leikrými eða á sviði. Mikilvægur þáttur í sköpun leikverka er einmitt að prófa að vinna þau í sviðsrýminu með leikurum og öðru sviðslistafólki.

Námsmat:

Mæting, virkni, lokaverkefni.