LEIK2BT05 - Lesið, skrifað og leikið

Stutt lýsing á efni áfangans:

Viðfangsefni áfangans eru leikverk eftir íslenska höfunda á seinni hluta 20. aldar til dagsins í dag og leikritun. Lesin eru leikverk frá þessu tímabili og þau leiklesin í tímum. Samhliða fá nemendur kynningu á sviðslistum frá sama tímabili. Farið er í heimsókn á sviðsöfundabraut LHÍ og kennarar og nemendur teknir tali. Einnig eru ungir íslenskir sviðshöfundar fengnir í heimsókn. Í lok áfangans fá nemendur stutt námskeið í leikritun og skrifa í framhaldi af því senur sem þau leika fyrir áhorfendur í lok annar.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Íslensk leikverk, leiklestur, nútíma sviðslistir, sviðshöfundar, leikritun.

Námsmat:

Frammistöðumat, verkefni, sýning