LÍFF2AA05 - Almenn líffræði - grunnáfangi í líffræði

Staða áfanga:

Áfanginn er skylduáfangi á náttúrufræðibraut. Áfanginn gildir líka sem einn af þremur raungreinaáföngum í kjarna annarra brauta en náttúrufræðibrautar.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum kynnast nemendur undirstöðuþáttum líffræðinnar. Fjallað er um einkenni lífvera, frumur, efni lífvera, lífverur jarðar, flokkun, þróun og vistir lífvera. Einnig er fjallað um næringarfræði. Þar eru m.a. unnin verkefni sem tengjast efnasamsetningu og hollustu daglegrar fæðu. Nokkrar verklegar æfingar tengdar efni áfangans eru gerðar og nemendur þjálfaðir í notkun ýmissa tækja í líffræðirannsóknum, t.d. smásjá. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

 

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Vísindaleg vinnubrögð, lífræn efni, efnaskipti, samvægi, næringarnám, öndun, ljóstillífun, tegund.

Námsmat:

Lokapróf er í lok áfangans en vinna og verkefni á önninni er líka hluti af námsmati.