LÍFF2BB05 - Lífeðlisfræði

Staða áfanga:

Áfanginn er kjarnaáfangi á náttúrufræðibraut.

Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn fjallar um byggingu og starfsemi eftirfarandi líffærakerfa:

Þekjukerfi, taugakerfi, innkirtlakerfi, æxlunarkerfi, hjarta og æðakerfi, öndunarkerfi og meltingarkerfi.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Samvægi (homeostasis) og líffærakerfi.

Námsmat:
Áfanganum lýkur með lokaprófi. Einnig eru verkefni, áfangapróf og verklegar æfingar metnar til lokaeinkunnar.