Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi fyrir þá nemendur sem hafa lokið LÍFF 2AA05.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Í þessum áfanga verður fjallað um dýrafræði hryggdýra. Farið verður yfir þróun hryggdýra, atferli, vistir og grunn líffæra- og lífeðlisfræði.
Dýrafræði hryggdýra með áherslu á spendýr og fugla. Verksvið atferlisfræðinnar og þróunarfræðinnar kynnt. Aðlögun að mismunandi búsvæðum. Þróun og erfðir atferlis. Borið er saman áunnið og meðfætt atferli, einnig Hermun, Hæning, Nám, Söngur, Rötun, Áttun, Óðal, Fórnfýsi og Dýravernd. Næringaröflun, æxlun, umönnun ungviðis, tengsl og tjáning innan og milli tegunda: Samlífi af ýmsu tagi, hjarðir, félög. Flug fugla og aðlögun því tengd.
Verklegar æfingar, rannsóknarverkefni og vettvangsferðir styttri og lengri eru hluti áfangans. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Sjá lýsinguna að ofan.
Námsmat:
Hópvinna nemenda, þemaskýrslur, skýrslur úr verklegum æfingum, tilraunum
og vettvangsathugunum.
Lokapróf í annarlok gildir 50%.