Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi fyrir þá nemendur sem hafa lokið LÍFF 2AA05.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Kynnt er fræðigreinin Vistfræði (e: Ecology) ; viðfangsefni hennar og helstu aðferðir. Höfuðviðfangsefnin eru samspil lifandi og ólífrænnar náttúru sem og áhrif lífvera á aðrar lífverur.
Nemendur þurfa að tileinka sér ýmis grunnhugtök er varða vistkerfi s.s.um uppbyggingu slíkra kerfa, og síkvikt starf innan þeirra sem við fyrstu sýn minnir á jafnvægi eða kyrrstöðu, orkuflæði um þau og hringrásir efna. Rætt er um aðlögun og hæfni lífvera og áhrif vistfræðilegra þátta á þróun þeirra og atferli.
Fjallað eru m.a.um stofnstærðir, stofnstærðarmat, mengun, náttúruvernd og ýmsa þætti er tengjast áhrifum mannsins á náttúruna. Líffræðilegur fjölbreytileiki, breytingar á tegundasamsetningu líffélaga og sjálfbærni eru þar meðal lykilhugtaka.
Lögð er áhersla á sérstöðu Íslands og skoðuð íslensk dæmi bæði af landi og úr sjó eftir því sem kostur er.
Farið verður í heimsóknir og vettvangsferðir, sem sumar eru utan hefðbundins kennslutíma. Þar reynir m.a. á nákvæmni í skráningu og úrvinnslu gagna.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Sjá lýsinguna hér að ofan.
Námsmat:
Vinna á önn : 50% - verklegar æfingar, skýrslur, nemendafyrirlestrar, vettvangsferðir
Próf í annarlok 50%