Staða áfanga:
Valáfangi fyrir nemendur sem hafa lokið undanfara.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Undirstöðuþættir erfðafræðinnar svo sem kjarnsýrur og prótín, litningar og gen, frumuskiptingar, Mendelsk erfðafræði og sameindaerfðafræði. Ýmsir arfgengir eiginleikar manna. Erfðatækni.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
DNA, RNA, prótín, litningar, gen, gerðargen, samstæðir litningar, samsæt gen,einlitna, tvílitna, mítósa, meiósa, arfgerð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn, ríkjandi gen, víkjandi gen, óháð samröðun, tengd gen, litningavíxl, afritun (eftirmyndun), umritun, þýðing, stökkbreytingar, genagengi, litningabreytingar, jafnlitnun, mislitnun, erfðamynstur.
Námsmat:
Verkefni unnin á önninni og próf í lok annar.