Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi fyrir þá sem hafa lokið undanförum.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Aðalviðfangsefni áfangans er örverufræði. Fjallað er um helstu flokka örvera og starfsemi þeirra. Fjallað er um mikilvægi örvera í vistkerfinu og notkun þeirra í iðnaði. Fjallað er um örverur sem sjúkdómsvalda og helstu varnir við þeim. Mikil áhersla er á verklegar æfingar og að nemendur öðlist færni í vinnubrögðum við líffræðirannsóknir.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Örverur, bakteríur, fornbakteríur, frumverur, veirur, flokkun, næringarnám, fjölgun, örverur í iðnaði, örverur í náttúrunni, smitsjúkdómar, bóluefni, sýklalyf, sýklalyfjaónæmi.
Námsmat:
Áfanganum lýkur með lokaprófi sem gildir 50% á móti verklegum æfingum, fyrirlestri og verkefnum.