Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi á náttúrufræðibraut.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Efnistök eru breytileg milli ára og geta nemendur haft áhrif á það sem fjallað er um.
Oftast fjallað um taugakerfið, heilann, svefn, lífeðlisfræði meltingar og ónæmiskerfið.
Lögð er áhersla á vísindalega hugsun og lestur á vísindagreinum kynntur. Einnig komið inn á siðfræði lífvísinda og muninn á vísindum og gervivísindum.
Farið er í eina vettvangsferð í námskeiðinu og gert er ráð fyrir heimsókn vísindamanns í tíma sem segir frá rannsóknum sínum.
Námskeiðið ætti að veita góðan undirbúning fyrir þá sem ætla sér í frekara nám í heilbrigðis- og lífvísindum.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Sjá lýsingu á efni áfangans hér fyrir ofan.
Námsmat:
Tvö áfangapróf verða á önninni. Nemendur vinna nokkur stutt verkefni og kynna ákveðið viðfangsefni fyrir öðrum nemendum.
Ekkert lokapróf er í námskeiðinu.