LÍFS1AA03 - Lífsleikni nýnema

Staða áfanga:

Áfanginn er skylduáfangi fyrir nýnema skólans.

Kennsla:

Nemendur hitta umsjónarkennarann sinn tvisvar til þrisvar í viku á haustönn og einu sinni á mánuði á vorönn

Stutt lýsing á áfanganum:

LÍFS-áfanganum er nemendum ætlað að skoða sig sjálf og hugmyndir sínar í nýju umhverfi og þroska með sér ábyrgt viðhorf til þekkingar strax við upphaf skólavistar. Markmiðið með áfanganum er að stuðla að vellíðan nemenda í skólanum, styrkja félagstengsl þeirra, samskipti við kennara og annað starfsfólk og efla þekkingu þeirra á styrkleikum sínum og samfélagslegum málefnum. LÍFS-áfanganum er ætlað að auðvelda nemendum að kynnast skólanum, starfsliði, þjónustu og félagslífi skólans. Kennarar í LÍFS eru jafnframt umsjónakennarar LÍFS-hópsins og verða tengiliðir í námsvali nemenda fyrstu tvö árin.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Vellíðan, félagstengsl, skólinn, samskipti, styrkleikar, námstækni, samfélag, námsframboð, skuldbinding

Námsmat:

Hópavinna, tímaverkefni, mætingarskylda er í áfanganum og skilaskylda á verkefnum. Einkunnir eru S=staðist eða F=fallið.

Námsefni:

Gögn sem kennari dreifir og heimasíða skólans.