Staða áfanga:
Áfanginn er byrjendaáfangi í líkamsrækt.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn inniheldur bóklegt og verklegt nám. Lögð er áhersla á fjölbreyttar þjálfunaraðferðir ásamt réttri líkamsbeitingu. Fjallað er um mikilvægi styrks fyrir stoðkerfi líkamans og á verklega og fræðilega þætti styrktarþjálfunar auk mikilvægi liðleika og liðleikaþjálfunar og áhrif þess á vöðva og liðamót.
Markmið er að fræða um forvarnargildi líkams- og heilsuræktar og neikvæð áhrif vímuefna á líkamann. Fræða nemendur um mikilvægi þess að hlúa að bættri andlegri, líkamlegri, jafnt og félagslegri vellíðan sinni til framtíðar.
Nokkur lykilhugtök áfangans: Hreyfing, þol, styrkur, liðleiki, hraði, snerpa, samvinna, skyndihjálp, forvarnir, andleg heilsa.
Námsmat:
1. Mæting gildir 70%
2. Ástundun og kennaraeinkunn 30%.
Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum námsmatsþáttunum til að standast áfangann. Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, vinnu og virkni í tímum og hvort nemendur hafa lagt sig fram um að bæta form sitt og líkamsástand.
Einingar: 1