Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi í kjarna á öllum brautum.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn inniheldur eingöngu verklegt nám. Markmiðið er að nemendur bæti þol og styrk og auki færni sína í fjölbreyttum boltaíþróttum eins og fótbolta, körfubolta, blaki, bandý og fleiru.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Hreyfing, þol, styrkur, tækni, hraði, liðleiki, úthald, samvinna.
Námsmat:
- Mæting gildir 70%.
- Ástundun og kennaraeinkunn 30%.
Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum námsmatsþáttunum til að standast áfangann.
Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, vinnu og virkni í tímum og hvort nemendur hafa lagt sig fram um að bæta form sitt og líkamsástand.