Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi í kjarna á öllum brautum.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er verklegur og miðar að því að bæta líkamlega og andlega heilsu nemenda. Blandað er saman æfingum úr Crossfit og líkamsrækt, HIIT, Tabata og stöðvaþjálfun. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og krefjandi. Gerðar eru æfingar á þrektækjum og notuð eru áhöld eins og handlóð, ketilbjöllur, teygjur og kassar. Einnig verður fræðsla um góða líkamsbeytingu og heilsulæsi.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Þol, styrkur, hraði, liðleiki, samhæfing, samvinna, vilji, dugnaður.
Námsmat:
- Mæting gildir 70%
- Ástundun og kennaraeinkunn 30%.
Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum námsmatsþáttunum til að standast áfangann.
Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, vinnu og virkni í tímum og hvort nemendur hafa lagt sig fram um að bæta form sitt og líkamsástand.