LÍKA2CB01 - Styrkur og bandvefslosun

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Áfanginn inniheldur eingöngu verklegt nám. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist og læri leiðir til þess að auka grunnstyrk og liðleika, bæta hreyfifærni og líðan og að áfanginn sé gagnlegur og geti nýst nemendum síðar á lífsleiðinni. Unnið verður markvisst að liðkun með teygjum, hreyfiflæði og bandvefslosun. Gerðar eru styrktaræfingar þar sem notuð er eigin líkamsþyngd.

 

Nokkur lykilhugtök áfangans:

 

Námsmat:

  1. Mæting gildir 70%
  2. Ástundun og kennaraeinkunn 30%.

Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum námsmatsþáttunum til að standast áfangann.

Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, vinnu og virkni í tímum og hvort nemendur hafa lagt sig fram um að bæta form sitt og líkamsástand.

Einingar: 1