Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er einn af fimm mögulegum áföngum í listasögu – en eins og allir listasöguáfangar stendur hann sjálfstæður. Í þessum áfanga verður fjallað um list í S-og N-Evrópu í lok endurreisnar. Síðan verður mannerismi skoðaður, listastíll sem var ríkjandi frá lokum endurreisnar að barokktíma. Megináhersla er á barokk list sem blómstraði á tímaskeiðinu c.a 1590-1720 og á við um málverk, höggmyndir, arkitektúr og garðalist. Lítillega verður fjallað um rókókkó sem tekur við af barokkinu, sem stundum er kallaður "Síðbarokkstíll" og er 18. aldar stíll. Þar á eftir verður skoðuð hin svokallaða Gullna öld Hollands í listum, sem fylgdi mörgum hefðum barokksins. Kynntir verða stórstirni í sögu listarinnar á þessu tímabili.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Málverk, teikningar, höggmyndir, arkitektúr, Albrecht Durer, Brueghel hinn eldri, Bosch, Tintoretto, Caravaggio, Holbein, Bernini, Ruben, Rembrandt, Vermeer, Fragonard, Hogarth og Gainsborough.
Námsmat:
Tímaverkefni, netverkefni, netpróf, frjálst hópverkefni, umræður, heimildaþættir og lokapróf.