Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er einn af fimm mögulegum áföngum í listasögu – en eins og allir listasöguáfangar stendur hann sjálfstæður. Umfjöllunin spannar tímabilið frá ármiðöldum til endurreisnar eða c.a. tímabilið 500 – 1500, þar sem nemendur kynnast ár-kristinni list, rómanskri og gotneskri list og arkitektúr. Lögð verður áhersla á endurreisnarlist, þar skoðuð verða mörg af merkustu og frægustu listaverkum og arkitektúr tímabilsins í Evrópu; Ítalíu, Feneyjum, Niðurlöndum og víðar. Áfanginn beinir sjónum að mikilvægum borgum og samfélögum á áhrifaríkum tímabilum sögunnar, kannar og útskýrir sköpunarverk þeirra.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Málverk, höggmyndir, arkitektúr, Botticelli, Michaelangelo, Leonardo da Vinci, Jan van Eyck, Raphael, Brunelleschi, Masaccio, rómönsk list, gotnesk list, býsönsk list, Bayeux-refillinn, kristin táknfræði, Medici-ættin, Niðurlönd.
Námsmat:
Tímaverkefni, netverkefni, netpróf, frjálst hópverkefni, umræður, heimildaþættir og lokapróf.