Staða áfanga:
Áfanginn getur staðið sem myndlist í kjörsviði og sem áfangi í listgreinaval nemenda á listmenntabraut.
Stutt lýsinga á efni áfangans:
Markmið áfangans er að nemendur kynnist ljósmyndun, tækni, helstu aðferðum og geti síðan nýtt sér þekkingu sína til sjálfstæðra vinnubragða. Skilji hvernig myndavélin virkar og læri helstu grunnatriði ljósmyndunar, svo sem ljósop, lokahraða, dýptarskerpa, brennivídd, yfir og undirlýsingu, og þekki mun á harðri og mjúkri birtu.
Markmið áfangans er líka að læra grunnatriði myndvinnslu, skipulagningu stafrænna ljósmyndmynda og framsetningu þeirra þannig að þær nái til almennings.
Vinna annarinnar:
Farið verður yfir stillingar á myndavélinni, virkni takka og menu. Nemendur munu æfa sig í tímum í grunnatriðum í ljósmyndatækninni og og verða í framhaldinu látnir gera heimaverkefni sem verða skoðuð sameiginlega í tímum.
Lögð verður áhersla á að skilja ljósmælingu, eiginleika ljóss og hvernig hægt er að skapa mismunandi áhrif innan myndrammans með tækninni.
Skráarsnið og varðveisla ljósmynda verður skoðuð. Nemendur taka ljósmyndir í tengslum við kennslu í tæknilegum atriðum og æfa sig þannig í að ná samhæfingu þeirra til myndsköpunar.
Fjallað verður um grunn lagfæringar og breytingar á myndum, vistun þeirra og frágang. Notuð eru myndvinnsluforritin Photoshop/Lightroom.
Fjallað verður um myndbyggingu. Nemendur munu kynnast vinnu ýmissa ljósmyndara, íslenskra og erlendra.
Lögð er áhersla á að skoða ljósmyndir til að þjálfa og þroska myndræna sýn. Ljósmyndasagan er kynnt í grófum dráttum. Farið verður á ljósmyndasýningar.
Námsmat:
Ljósmyndaverkefni bæði í tengslum við tæknilega kennslu og ljósmyndaverkefni út frá stöðum eða hugmyndum. Nemendur útbúa vefsíðu á einfaldan máta með myndum sínum. Textaskrif um út frá ljósmyndasögunni og ljósmyndara og vefsíðu rýni. Nemendur skoða og kynna efni sem er þeim hugleikið.