LJÓS2AD05 - Ljósmyndun

Staða áfanga:

Áfanginn getur staðið sem myndlist í kjörsviði og sem áfangi í listgreinavali nemenda á listmenntabraut.

Stutt lýsinga á efni áfangans:

Nemendur læri grunntækni sem og fagurfræði ljósmyndunar. Lögð er áhersla á að þjálfa tæknilega hæfni með verklegum æfingum sem fara fram bæði í skólanum og annars staðar.

Nemendur öðlist góða þekkingu á því hvernig myndavélin og linsan virka. Nemendur læra að nota ljósop, töku hraða og Iso og hvernig þessi þrjú atriði tengjast um ljósmælingu. Hvernig eru þessi tæknilegu atriði notuð til að stjórna tæknilegri og fagurfræðilegri útkomu ljósmyndar.

Fjallað er ítarlega um ljósið og fjölbreytni þess í lit og áferð. Fagurfræðileg atriði eru skoðuð, svo sem hvaða val á sjónarhornum eru möguleg, út á hvað gengur myndbygging, litafræði og hverjir eru frásagnar möguleikar myndmálsins.

Nemendur læri eftirvinnslu ljósmynda með myndvinnsluforritum. Nemendur læra hvernig hægt er að varðveita ljósmyndir, þau hlaða myndum sínum inn á þartilgert ský, skipuleggja myndasafn sitt, merkja og vista myndir.

Kennari kynnir ljósmyndir ýmissa listamanna frá ýmsum tímabilum og nemendur gera stuttar kynningar um ljósmyndara til að þroska myndræna sýn og til að leita sér innblásturs. Nemendur vinna heimasíðu fyrir ljósmyndir þær sem þeir vinna yfir önnina til að kynna myndir sínar út á við og varðveita þær í svokölluðu portfólíói.

Námsmat:

Ljósmyndaverkefni bæði í tengslum við tæknilega kennslu og ljósmyndaverkefni út frá stöðum eða hugmyndum. Nemendur útbúa vefsíðu á einfaldan máta með myndum sínum. Textaskrif um út frá ljósmyndasögunni og ljósmyndara og vefsíðu rýni. Nemendur skoða og kynna efni sem er þeim hugleikið.