MYNL2AT05 - Grunnáfangi í myndlist. Teikning 1.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Stefnt er að því að gera nemendur hæfari til að teikna og tjá sig með teikningu. Skoðaðar eru þrívíddarteikningar og ólíkar nálgunarleiðir. Markmið áfangans er líka að auka menningarlæsi og menningarupplifun.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Ísómetrísk teikning, fjarvídd, undirstaða fyrir módelteikningu, fríhendisteikning, ýmsar teikniæfingar ásamt frjálsri heimavinnu í skissubók. Nemendur vinna tvö rannsóknarverkefni í skissubók þar sem þau kynna sér listastefnur, listamenn og menningu.

Námsmat:

Leiðsagnarmat og símat í kennslustundum yfir önnina og skrifleg endurgjöf frá kennara fyrir rannsóknarverkefni. Um miðja önn fá nemendur einkunn fyrir 40% af verklegum æfingum áfangans og í lok áfangans eru verklegar æfingar nemanda metnar til einkunnar. Vinna vetrarins og verkefni eru metin til einkunnar í hlutfalli við áætlaðan tíma sem varið hefur verið í þau. Skyldumæting er í alla tíma, enda um verklegan áfanga að ræða.