MYNL3BG05 - Grafík

Stutt lýsing áfangans:

Markmið áfangans er að nemendur vinni með hugmyndir sem verða að myndum með mismunandi grafíkaðferðum. Þegar þeir hafa tileinkað sér þessar vinnuaðferðir er æskilegt að nemendur geti unnið á sjálfstæðan skapandi hátt. Markmið áfangans er líka að auka menningarlæsi og menningarupplifun. Nemendur upplifa og tjá sig í vinnubókina.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Hugmyndavinna, einþrykk, dúkrista, þurrnál, blönduð tækni. Verkstæðisvinna, tilraunir, útfærsla, frágangur nokkurra mynda.

Námsmat:

Vinna vetrarins; hugmyndir, tilraunir, frumkvæði, vinnusemi, þrykk, blönduð tækni og lokafrágangur ásamt frjálsri vinnu í skissubók er metið til einkunnar.

Heimavinna í vinnubók: Sjálfstæðar ferðir á listasöfn, kynna sér menningu, listastefnur, og listamenn. Fullt af sjálfstæðri vinnu nemenda.