MYNL3BV05 - Vatnslitur, vinnubók, þurrpastel, blönduð tækni

Stutt lýsing áfangans og markmið:

Markmið áfangans er að gera nemendur hæfari til að vinna með hugmyndir á ólíkan máta og tjá sig með þeim miðlum sem kynntir verða. Nemendur fá aðallega þjálfun í vinnu með vatnslit og eiga líka skoða aðra miðla og að tjá sig með með blandaðri tækni. Markmið áfangans er líka að auka menningarlæsi og menningarupplifun. Nemendur upplifa og tjá sig í vinnubókina.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Hugmyndavinna, hvers kyns m.a. að skoða tengsl texta við myndir, þurrpastel, vatnslitur, blönduð tækni. Frumkvæði áræði og prófa eitthvað nýtt og spennandi og fara persónulegar leiðir.

Heimavinna í vinnubók; sjálfstæðar ferðir á listasöfn, kynna sér listastefnur, listamenn og menningu og fullt af sjálfstæðri vinnu nemenda.

Námsmat:

Vinna vetrarins, hugmyndavinna, verkefni eru metin til einkunnar.

Vægi hvers þáttar fer eftir þeim tíma sem settur hefur verið í hvern þátt, og er borinn undir nemendur í lokin. Nemendur skila inn skissubók nokkrum sinnum á önn og fá endurgjöf.