Staða áfanga: NORS2AA05 er fyrsti áfangi í norsku á menntaskólastigi, en ekki byrjendaáfangi, samkvæmt. Norska er kennslumálið í öllum áföngunum.
Stutt lýsing á áfanganum: Nemendur eru þjálfaðir í færniþáttunum fjórum: tali, hlustun, lestri og ritun. Rifjuð eru upp helstu undirstöðuatriði málfræði og réttritunar. Fjölbreyttir nytjatextar eru lesnir og greindir; bókmenntir, sérstaklega smásögur eru lesnar með áherslu á rökvísa greiningu í tali og ritun. Lögð er áhersla á aukinn orðaforða, sérstaklega hugtök sem notuð eru við greiningu texta. Nemendur eru hvattir til að nota orðabækur (t.d. www.ordbokene.no) og til að tjá sig munnlega og skriflega. Skrifleg verkefni eru iðulega unnin í tímum. Heimalestur til undirbúnings er afar mikilvægur.
Námsmat: Byggist á vinnuframlagi nemenda á önninni: virkri þátttöku í tímum, skriflegum verkefnum, hlutaprófum og lokaprófi.